Instagram

Húsið

Húsið

Loksins er komið að því að henda inn myndum af húsinu eins og það lítur út í dag. Þessar myndir voru teknar í vor og sýna breytinguna sem varð á þessum fyrstu vikum okkar í húsinu, þegar það fór frá því að vera illa lyktandi hreysi í að verða heimilislegt krútt þó við segjum sjálf frá.

Næsta árið mun svo ekki mikið gerast þar sem stækkun mun ekki hefjast fyrr í fyrsta lagi sumarið 2019. Fyrst var planið að stækka helling en þegar við erum núna búin að búa í húsinu í nokkra mánuði sjáum við að við höfum ekkert við einhvern risastóran geim að gera. Nennum heldur hvorki að eyða öllum okkar aurum né öllum okkar frítíma næstu árin í stækkunina. Frekar ætlum við að vera hógværari í stækkun en hafa þeim mun meira gaman að lífinu á meðan. Snemm-unglingurinn hann Kári heldur okkur samt alveg við efnið því hann hefur ekki áhuga á að deila herbergi með systur sinni stundinni lengur!

Allavega, þetta er staðan í dag:

Fyrir/eftir

Fyrir/eftir

Framkvæmdir

Framkvæmdir