Fyrir/eftir
Eins og áður hefur verið nefnt munum við fara í framkvæmdir þegar fram líða stundir, en til að byrja með þurftum við aðeins að taka til hendinni til þess að gera húsið íbúðarhæft þannig að ég segi það beint út. Því byrjuðum við á lágmarksframkvæmdum til að geta flutt inn og á meðfylgjandi myndum má sjá að málning, gólfefni og smá flísabraml geta gert kraftaverk. Fyrir myndirnar eru teknar í desember um það leyti sem við fengum afhent og þær seinni eru teknar í vor þegar við vorum búin að koma okkur almennilega fyrir.
Eldhúsið er eina rýmið sem hefur ekki tekið neinum stórvægilegum breytingum ennþá en það er aldrei að vita nema við fylgjum fordæmi allra og ömmu þeirra og filmum blessaðar innréttingahurðirnar og reynum að gera einhverjar úrbætur á milli skápanna. Það verður allavega ekki lagt út í neinn stórvægilegan kostnað þar heldur frekar reynt að gera gott úr því sem fyrir er.
Nóg um það - leyfum myndunum að tala sínu máli - sjón er sögu ríkari, hver elskar ekki góðan fyrir/eftir myndapakka! :D