Instagram

Bílskúrinn

Bílskúrinn

Þann 27. nóvember fengum við bílskúrinn afhentan og fór þá allt á fullt við að koma honum í stand fyrir annars vegar Ólann og hins vegar þarf að koma fyrir því sem við ætlum okkur að eiga en ekki verður pláss fyrir í dúkkuhúsinu. Einnig eru uppi hugmyndir um að á einhverjum tímapunkti þurfi öll fjölskyldan að koma sér fyrir í téðum bílskúr á meðan framkvæmdir standa yfir á húsinu - það gæti nefnilega reynst erfitt að hafa búsetu í húsinu þegar bæta á heilli hæð ofan á það. Herra píp hefur, þegar þetta er skrifað, eytt öllum kvöldum í að saga gólf fyrir lögnum, leggja lagnir, steypa yfir, slípa gólf, leggja gólfhitalagnir og er í þessum töluðu að flota gólfið. Þegar það er komið má svo byrja að slá upp veggjum fyrir Óla herbergi og salernisaðstöðu fyrir hann. Vonandi verður það ferli komið sem allra lengst þann 17. desember því þá fáum við húsið afhent og þá byrjum við að bramla þar til að gera híbýlin vistlegri og mun tíminn milli jóla og nýárs fara í það ferli.

Framkvæmdir

Framkvæmdir

Upphafið

Upphafið